12.3.2013 | 15:22
Lagarfljótið er dautt.
"Það var alltaf talað um það að maður þyrfti að fara lengst upp á öræfi til að hafa skoðun á virkjuninni fyrir Alcoa,,," segir Andri Snær.
Mistökin sem umhverfissinnar gerðu í sinni baráttu voru einmitt þau að halda sig lengst inn á öræfum þar sem fáir höfðu komið og myndu koma ef ekki hefði verið lagður vegur í tengslum við virkjun.
Umhverfissinnum hugkvæmdist ekki að höfða í megin atriðum til þess augljósa, það er þeirra óafturkræfu umhverfisáhrifa sem þessar stórframkvæmdir hefðu í byggð. Fyrir það fyrsta var vitað að Lagarfljótið yrði 4-5 sinnum gruggugra en áður, sem gerði það að ekkert kvikt þrifist í því og þar með væri Héraðið orðinn allt annar staður en það var áður.
Því miður voru það öræfin og lónstæðið sem áttu sviðið.
![]() |
Vatnasvæðið verulega laskað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)