Terrence McKenna.

Terence Kemp McKenna (16 nóvember 1946 - 3 apríl 2000) var bandarískur fyrirlesari og rithöfundur með sérþekkingu á áhrifum plantna á vitund manna.

Hann var þekktur fyrir margvíslega vitneskju um það hvernig frumstæðir ættbálkar notuðu plöntur við að hafa áhrif á andann s.s. í shamanisma Amason.

Einnig er hann þekktur fyrir útlistanir sínar á því hvernig  tungumál, saga og þjóðfélag, móta hugmyndir um mannsandann.

Einna þekktastur er hann fyrir að hafa talað hispurslaust um eigin reynslu af áhrifum sveppa á vitundina. Það má finna mikið af fyrirlestrum McKenna á netinu og myndskreyttum á youtube.

Þetta myndband skreyta frábærar landslagsmyndir sem eru af stórum hluta frá Íslandi auk brots úr fyrirlestri með Mckenna. 

 


Bloggfærslur 31. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband