7.11.2020 | 10:54
Af hverju fékk lögfræðingurinn ekki fokkmerki?
Þegar fjölskyldudrama lendir fyrir dómstóla vegna ákæru fjölskyldumeðlima í hvers annars garð þá skyldi maður ætla að málskostnaðurinn félli á þann sem tapar málinu. Allavega er það nokkuð langsótt að skattgreiðendur séu gerðir fjárhagslega ábyrgir vegna svoleiðis málatilbúnaðar.
Í þessu máli þarf að lesa dómsorð, sem tengt er á í fréttinni, til að sjá hver ber kostnaðinn af árshátíðardrama fjölskyldunnar. Dómsorð: Ákærða, X, er sýkn sakar. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn 117.400 króna ferðakostnaður og 573.500 króna málsvarnarlaun, , ,
Það viðist vera að að lögfræðingar, sem hafa aðgang að ákæruvaldinu, geti orðið sér úti um tekjur á furðulegum forsendum og dómstólar skaffi þeim þær í gegnum skattgreiðendur. Svona málatilbúnaður og dómsoð er langt frá því að vera einsdæmi. Manni gæti jafnvel dottið í hug að lögfræðingurinn sé í "fjölskyldunni".
![]() |
Kærðu hvort annað eftir stimpingar á árshátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)