20.3.2020 | 05:58
Magnað helvíti
Þegar athyglissýkin hefur komist á það stig að instagram reikningurinn veitir ekki fullnægingu lengur, vegna þess að það eru komin fleiri þúsund manns í sóttkví á instagram, þá verður maður sér úti um gult vesti með aðvörun um að allir haldi sér í tveggja metra fjarlægð og skokkar í gula vestinu um miðbæ Reykjavíkur.
Aldrei að vita nema að með því sé hægt að komast í að verða forsíðufrétt. Gult vesti með þríhyrning og tveggja metra viðvörun ætti að duga til að ryðja brautina til frægðar og frama. Og ef vera kynni að sóttvarnatilmæli almannavarna verði brotin, þá er það ekki athyglissjúklingnum í gula vestinu að kenna.
Það er ekki gott að segja hvað hefur farið úrskeiðis á milli eyrnanna á fólki, en það hefði verið æskilegt að yfirvöld hefðu bent landanum á strax í upphafi kórónu fundanna í beinni að skíðaferðir í Alpana hefðu alltaf verið á eigin ábyrgð, í stað þess að mæta flissandi niður á Austurvöll til að breyta reglunni og ætla skattgreiðendum að borga sóttkvína.
Þá hefðu athyglissjúkar mannvitsbrekkur kannski getað spókað sig um í Ölpunum núna þessa dagana í gulu vestunum sínu og vakið heims athygli sem viðundur sem þyrfti að fjarlægja af almannafæri.
Síðuhafi spáir því að það styttist í útgöngubann á Íslandi.
![]() |
Sóttkví - 2 metrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)