Eins og flissandi fábjánar

það fer að verða neyðarlegt að fylgjast með fréttum af tilburðum almannavarna  og stjórnvalda við að hefta útbreiðslu Whuhan veirunnar í mesta pestarbæli í heimi. Nú eru aðgerðirnar komnar á neyðarstig og forsætisráðherra tjáir sig um neyðarstigið flissandi á facebook "Það þýðir að meiri þungi mun færast í aðgerðir stjórnvalda og þeirra stofnana sem hafa hlutverk í að hemja útbreiðslu veirunnar en þessi breyting mun ekki hafa áhrif á almenning strax".

Á sama tíma er æskunni úr öllum landshlutum stefnd í þúsundatali á risa íþróttaviðburð  suðvestanlands, þangað sem veiran hefur verið flutt inn í landið fram til þessa á skíðum. Allt er þetta gert undir þeim formerkjum að "við verðum að halda áfram með lífið ".  Maður spyr sig hvort það séu eintómir fábjánar sem fara með sóttvarnir hér á landi, -eða hvort það sé orðið lífsnauðsynlegt fyrir miðaldra Íslendinga að fara á skíði í Alpana og stefna sem flestum börnum landsins á íþróttamót í framhaldinu.


mbl.is Fyrstu innlendu smitin - lýsa yfir neyðarstigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband