12.4.2020 | 15:59
Eilífðar töffari allt til enda
Það er stundum sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Það eru samt ekki allir sem njóta ásta guðanna og nú á tímum þykja þar auki sjálfsögð mannréttindi að hafa aðgang að öndunarvél til að geispa í golunni.
Heimsbyggðin hefur verið að rumska við það undanfarið að hún mun aldrei verða söm. Að til voru aðrir tímar þar sem töffarar héldu kúlinu og datt aldrei í hug að setja á sig svo mikið sem "maska", hvað þá að setjast í sjálfskipaða sóttkví áður en að þeir lentu niður á tvo metrana.
Erum við kannski orðin tilbúin til þess að hætta að lifa lífinu í skiptum fyrir smitrakningar-app og öndunarvél? Lifa við hljóðlátt hvísl og tímann stöðvaðan frá þeim degi sem bílarnir þögnuðu?
Verandi gamlingjar sem ferðast innanhúss bíðandi eftir hjarðónæmi og dreymandi um það sem einu sinni var andvaka í dimmri nóttinni? Eða eigum við syngja upp til stjarnanna og lofa okkur því að upp á svona páska verði aldrei boðið aftur?
Það stóð til að á lönguföstu og páskum, myndi síðuhafi eiga stundir með ungviðinu sínu og var farið að hlakka mikið til að hafa hjá sér ungar fallegar manneskjur klippandi út pappír, en þá fór béfvítis kóvitinn í beinni á stjá. Þá var ég minntur óvænt á af gömlum vin á facebook að ein fyrsta hljómplatan sem ég eignaðist var "Stakkels Jim" með Gasolin.
Í staðin fyrir að hlusta á kóvisku tölur básúnaðar í beinni þá hef ég rifjað upp hvað það er sem gefur lífinu gildi, -og mótað það ómeðvitað í gegnum árin. Kim Larsen hélt kúlinu allt til enda og var enginn Stakkels Jim.
1984
2007
2018
2019 í minningu TÖFFARA
![]() |
Jarðarbúar eru að krossfesta heimili sitt jörðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)