10.5.2020 | 09:39
Mafía óttans
Óttinn er til allra breytinga bráðnauðsynlegur. Hvað er betra en loka fólk inni vikum saman fyrir framan fréttir til að magna upp ærlegan ótta, eins og reyndin er nú víða um heim. Verði fréttaflutningurinn nægilega einhæfur þá þarf ekki einu sinni að feika fréttir, það nægir að útiloka þá sem valda "óstöðugleika" með því að skýra hlutina á annan hátt en gert er úr krananaum, eða réttara sagt í "mainstream" miðlunum.
Það birtist hér á síðunni blogg fyrir nokkru um Ríki óttans þar sem bent var á youtube myndband frá því í mars með Amazing Polly. Þar fór hún yfir það hvernig viðbrögðin við covid-19 heimsfaraldrinum hefðu verið skipulögð fyrir allan heiminn á ráðstefnu í október s.l., sem bar heitið 201. Í því videoi lýsti hún aðdraganda þess sem var í gangi og því sem framundan væri.
Þessi spásagnakennda rannsóknarblaðamennska hennar Polly átti stuttan stans á google miðlinum youtube uns það var tekið út vegna vegna "terms of service". Amazing Polly virðist samt hafa opin aðgang ennþá og hlóð niður videoi á youtube í gær þar sem hún fer yfir hvernig alþjóðlegar stofnanir tengjast og hvernig önnur bylgja verður útfærð. Rétt eins og síðast sel ég þetta ekki dýrara en ég keypti.
![]() |
Óttast aðra bylgju faraldursins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)