28.8.2020 | 06:07
Heilagir hundar
Við keyrðum burt frá öllu saman og það ætti svo sem ekki að segja nokkrum lifandi manni frá því, eða líkt og segir í hinni helgu bók "gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín".
En af því að margir lesendur eiga það til að líta hér inn reglulega þá ætla ég að gefa þeim örlitla sýn á hvað við vinnufélagarnir vorum að bauka bak við hús þessa vikuna.
Kannski réttara sagt þeir, því ég fæ yfirleitt að fljóta með svona til halds og traust, enn ekki það að ég geri mikið meira en að njóta kyrrðarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)