Kellingafár í beinni

Þegar ég hitti kunningja fyrir margt löngu, sem er áratugum eldri en ég, -spurði hann hvað væri títt. Ég sagðist hafa komist að því að tveir plús tveir þyrftu ekki að vera fjórir frekar en manni sýndist. „Já veistu það, þetta vissu þær alltaf húsmæðurnar“; -svaraði kunningi minn.

Nú hafa tekið við aðrir tímar þar sem kellingar spálíkans lokaritgerðarinnar hafa fært sig upp á skaftið, -og hornsteinum heimsins hefur verið kastað á glæ; hámenntaðar fraukur, í Þórálfa líki, sem líta skimandi yfir gleraugun í beinni, og eineygra bláklæddra Óðins hana.

Húsfreyjan hefur verið rammflækt í lokaritgerðinni, fleygt á haugana eins og hverri annarri flugfreyju svo allt geti verið á sjálfstýringu í aðflugi stórfyrirtækisins til alheimsyfirráða. Mynd sem var, er komin á hverfanda hvel, -heimurinn yfirfljótandi í sótthræddum kellingum.

Upp hefur risið haukleg mær, -og lafandi lostakústur. Valkyrja, sem með rafrænum smáskilaboðum fær hvern þann, sem á móti blæs; með metoo myllumerki og stjörnusýslumanni stones borinn út í eyjar. Engin er lengur þjóðhátíð, -femenisk er Þórðargleðin.

Húsmóðirin sér nú sinn sal standa sólu fegri, gulli þakin á Gimlé: Þar skulu dyggar dróttir byggja og um aldurdaga yndis njóta, þar muna ósánir akrar vaxa, böl mun allt batna; -engin er þar litla gula hænan, -allt samkvæmt lokaritgerðinni.

En þar mun sem áður, fljúga hinn dimmi dreki, naðar fránn, neðan frá Niðafjöllum; bera sér í fjöðrum, fljúgandi völl yfir, Níðhöggur nái, -þar mun hún sökkvast.

Hvað verður svo um leiðsögnina fyrir blessuð börnin, -í siðblindu kóvinu? - Hvernig verður hægt að lifa af tvo plús tvo, -í digital brjálæðinu?

Við höfum skipt út blessun húsmóðurinnar, sem benti barninu á almáttugan skaparann og bróður besta, er innra með barninu byggju; -út fyrir gervigreind lokaritgerðar sérfræði kenningarinnar.

Við staulumst nú um tvo metrana, rammvillt með grímuna; og annað augað hálfopið, blinduð í kóvinu, hitt á símanum í lófanum; -vitandi innst inni að kenningin er fyrir löngu orðin að samsærinu sjálfu.

Við þorum ekki öðru ern lúta leiðsögninni í beinni, skref fyrir skref, þó það eina sem þurfi til að rata, -sé að slökkva á símanum og sjónvarpinu.


Bloggfærslur 4. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband