16.1.2021 | 08:30
Stutt á snúruna
Uppruni raforku, sem notuð er á Íslandi er samkvæmt nýjustu tölum sem völ er á, -57% jarðefnaeldsneyti, -34% kjarnorka -og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þetta stafar af sölu upprunavottorða, nokkurskonar aflátsbréfa til að fela svo kallaðan sóðaskap kolefnissporsins.
Þessi þróun hefur átt sér stað frá 2011 þegar orkunotkun Íslendinga hefur verið skráð í "bókhald" umheimsins, sem sumir hafa viljað líkja við aflátsbréf fyrri alda. Það er ekki lengra síðan 2010 að raforkunotkun hérlendis taldist 99,9% endurnýtanleg en telst nú vera innan við 10% endurnýtanleg, sjá hér.
Flestir hér á landi eru samt fullkomlega meðvitaðir um að uppruni þeirrar raforku sem notuð er á Íslandi er það sem kallað er endurnýtanleg, eða hrein orka . Á sama tíma hefur 3. orkupakki ESB verið innleiddur. Það styttist óðfluga í gagnvirku snúruna sem á að upplýsa Evrópu með sem mestri hreinni raforku.
Hver mun þá verða ábyrgð "umhverfisrónanna" á hinum endanum? -verður tekið mark á reiknikúnstum "gullgerðarlistamanna" þegar á reynir, -eða verður íslenskur almenningur látin borga fyrir "sóðaskapinn" sem á hann er klíndur?
Mynd og upplýsingar af heimasíðu Orkustofnunnar
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)