Er stríðið búið?

Fyrir tæpum 20 mánuðum var lýst yfir heimsstyrjöld gegn drepsóttar veiru. Nú virðist sjá fyrir endann á þeim hernaði. Við vinnufélagarnir fórum t.d. grímulaust í byggingavöruverslun um daginn, eins var komið fyrir öðrum viðskiptavinum.

Þar sem við stóðum í biðröð við kassann komu gangandi inn maður og kona bæði grímuklædd. Einhvern veginn fór félagi minn að því að bera kennsl á fólkið og stökk til hliðar, heilsaði með handabandi og sagði; komdu sæll og blessaður frændi langt síðan við höfum hittist.

Eftir stutt spjall um daginn og veginn, á meðan þeir héldust í hendur, spurði félagi minn; hvað ertu ennþá að bjálfast um með grímu. Frændinn leit í kringum sig og sá engan með grímu nema konuna, hann tók grímuna í gætilega niður og stakk henni í vasann.

Á leiðinni út sagði félagi minn við mig með forundran; frændi minnir mann bara á söguna af Japönsku hermönnunum sem fundust skógum Asíu áratugum eftir stríð og höfðu ekki hugmynd um að seinni heimstyrjöldinni var löngu lokið.


Bloggfærslur 18. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband