20.11.2021 | 09:01
Er ekki kominn tími til að tenjga?
Jafnvel þótt fjólurnar fykju, þá bólusetur þetta sig ekki sjálft, skimar sig ekki sjálft, setur sig ekki sjálft í sóttkví. Til þess þarf heilbrigðisstarfsmenn. Nú þegar vantar mörg hundruð heilbrigðisstarfsmenn á landið bláa. Hefur heyrst að þeirra sé leitað út fyrir landsteinanna. Eins og heimsfaraldurinn sé nú staðbundinn.
Heilbrigðiskerfinu má nú líkja við stefnulaust rekald, í minnisleysis faraldri Gabriel García Márquez, skáldsögunnar Hundrað ára einsemd. Hjá Kólumbíska skáldinu hafði afskekkt samfélag tekið upp á því að þjást af bráðsmitandi minnisleysi. Þannig að skrá varð niður allar mannanna gerðir svo þær yrðu ekki glötuninni að bráð.
Lyklar höfðu verið skrifaðir í öllum húsunum til að leggja á minnið hluti og tilfinningar. En kerfið krafðist svo mikillar árvekni og siðferðislegs æðruleysis að margir féllu fyrir álögum ímyndaðs veruleika ...
... allt þar til tíndi sonurinn kom heim og spurði; hvað ætlið þið svo að gera þegar þið verðuð búin að gleyma hvernig á að fara að því að lesa? Þá rjátlaði það smá saman af fólkinu, sem úrskeiðis hafði farið á milli eyrnanna, minnismiðarnir fuku og skipt var um gír.
Er ekki kominn tími til þessa að endurskrifa drepsóttina, sem svo fáa drepur, nú þegar fréttir fara af því að leitað sé tvö hundruð hjúkrunarfræðinga frá nágrannalöndunum til landsins bláa?
-á sama tíma fréttist af hátt á þriðja hundruð heilbrigðum heilbrigðisstarfsmönnum í sóttkví, -og skimað eins og enginn sé morgunn dagurinn.
Já, -er ekki tími til kominn að tengja?
![]() |
Fyrst sveitarfélaga með kórónupassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)