Hvernig auðnuleysingi er gerður að féþúfu

Um Mjófirðinginn Hermann í Firði eru til margar þjóðsögur og þótti hann bæði göldróttur og viðsjárverður. Í Múlaþingi 32 – 2005 hefur Vilhjálmur Hjámarsson tekið saman ítarlegt efni af málskjölum sem til er um réttarhöld sem fram fóru í Firði árið 1813. En þar segir frá örlögum Eiríks Ólafssonar tvítugs manns sem verið hafði hjá héraðshöfðingjanum Hermanni Jónssyni í Firði. Hermann kærði hann fyrir að stela frá sér mat og kom Eiríkur fyrir sýslumann sem dæmdi hann til hýðingar og fjársektar, sem ekki var um að ræða að gæti hann greitt.

Þetta leiddi til þess að Eiríki var komið í geymslu hjá Sveini bónda og hreppstjóra á Krossi í Mjóafirði til gæslu á meðan fjársektin var ógreidd. Þó svo Sveinn hreppstjóri þyrfti að fæða Eirík þá fékk hann ekkert tillegg til þess frá ríkinu þ.e. sýslumanni, enda þeir gerðir að hreppstjórum sem voru þokkalega efnaðir og það voru hjónin á Krossi. En ekki mátti hreppstjórinn notast við Eirík til vinnu. Sveinn kom Eiríki fyrir i ókleyfum hamravogi niður við sjó handan fjarðar gengt Krossi svo hann slippi ekki úr haldinu og hugðist fá bóndann á Eldleysu til fóðra hann fyrir sig þar, þetta gerði hann samkvæmt ráðum sýslumanns.

Eiríkur slapp úr haldinu og lagðist í flakk upp á Hérað þar sem hann varð að stela sér til matar, náðist svo þar og var skilað til Sveins á Krossi sem hafði hann þá heima við, en þaðan slapp hann stuttu seinna og lagðist þá í flakk á Norðfirði þar dæmdi sýslumaður hann til enn frekari fjársekta og þrælkunarvinnu "í hinu íslenska fangelsi" og til greiðslu málskostnaðar. Síðan er Eiríkur aftur sendur til Sveins bónda og hreppstjóra á Krossi til varðveislu uns hægt verði að fullnægja þrælkunnar dómnum "í hinu íslenska fangelsi".

Þann vetur tók Sveinn upp á því að láta Eirík vinna með heimilisfólki á Krossi m.a. við sjóróðra og virðist það hafa orðið til þess að Eiríkur var til friðs, enda má ætla að í staðinn hafi hann fengið fæði og húsnæði á við annað heimilisfólk. En þegar Krossverjar voru að taka upp bátinn eftir einn sjóróðurinn datt Eiríkur niður bráðkvaddur, þann dag hitti svo á að Sveinn var í kaupstaðarverð á Eskifirði.

Sveinn fór svo með lík Eiríks í bát, ásamt fleirum inn Mjóafjörð, á næsta sunnudegi og hugðist hitta prestinn í Firði. Þann sunnudag messaði presturinn ekki svo þeir hittust ekki, þá fór Sveinn þess á leit við Hermann "höfðingja" í Firði að fá lánaðar skóflur svo mætti jarðsetja lík Eiríks. En hann var upphaflega, eins og fram hefur komið, á framfæri Hermanns, sem þá synjaði Sveini um alla aðstoð.

Veðurútlit hafði verið slæmt þennan sunnudag. Sveinn og Krossverjar réru samt sem áður út Mjóafjörð í Kross eftir að komið var afleitt veður. Þeir náðu landi á Krossi með erfiðismunum, en án líks Eiríks sem hvarf frá borði. Upp úr þessu hófust mikil réttarhöld sem fram fóru í Firði sem enduðu með því að aleigan var því sem næst dæmd af Sveini bónda og hreppstjóra á Krossi, sem var þá fjarstaddur vegna heilsubrests.

Mikið af fjármunum Sveins fóru í málkostnað sem sýslumaðurinn og rekendur málsins skiptu á milli sín. Forsendur dómsins voru m.a. þær að varsla Sveins á Eiríki hafi verið svo slök að hann slapp margsinnis úr haldinu auk þess sem hann hafði að endingu brúkað hann til vinnu á Krossi og tínt að lokum líkinu.

Erfitt er að færa svona málatilbúnað til nútímalegs réttarfars, en þó má greina líkindi með máltilbúnaði þessa máls í Firði og lagaumhverfis vegna ólöglegra innflytjenda dagsins í dag, þar sem regluverkið býður upp á að lögfróðir menn einir geti farið með umboð flóttamann á kostnað skattgreiðenda í boði ríkisins. En í dag eru þó breiðu bökin fleiri, en hreppstjórans í Mjóafirði forðum, -til að standa undir umsýslukostnaðinum.


Bloggfærslur 3. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband