13.12.2021 | 12:56
Fyrir daga ADHD og rítalíns
Allir krakkarnir vissu að Jói litli var sá klárasti í bekknum, en ekki endilega í því sem var verið að kenna. Kennslukonan vildi ná til hans og ákvað að prófa að spyrja hann spurningar sem væri á hans áhugasviði ef það mætti verða til að stuðla að tilætluðum þroska.
-"Þögn! , , , Jói minn, þú ert nú svo svakalega klár, að ég ætla að spyrja þig einnar spurningar. Það sitja 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?"
-"Enginn", svarar Jói.
-"Hvað meinarðu... hvernig færðu það út?", spyr kennslukonan.
-"Jú sko, einn dettur dauður á jörðina og hinir fljúga í burtu" segir Jói.
Kennslukonan kinkar íbyggin kolli og segir annarshugar; -"svarið átti nú reyndar að vera 4, en það er þá svona sem þú hugsar".
Örstuttu seinna réttir Jói litli upp hendi.
-"Já Jói, hvað nú".
-"Má ég spyrja þig einnar spurningar?"
-"Endilega", segir kennslukonan.
-"Ókey, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sýgur ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein sleikir hann. Hver þeirra er gift?", spyr Jói.
Kennslukonan roðnar og segir, -"Eee....ég veit það nú ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sleikir hann....eða bara..he .. hem".
-"Neeiiii" segir Jói litli, -"það er sú með giftingarhringinn, en það er þá svona sem þú hugsar".
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)