3.12.2021 | 21:43
Vögum vér og vögum vér
Sturluð sóttvarnaryfirvöld virðast hafa beðið almenning um að ganga af göflunum. Tæplega 8000 manns í sýnatöku í borginni í dag. Hvað margir yfir landið allt hafa ekki enn verið gefnar út tölur um. Það má allt eins ætla að sýnatöku pinnarnir frá Kína eigi eftir að valda stórauknu álagi á heilbrigðiskerfið á næstunni, ef ekki drepsótt.
Skimunarstýran segir bolmagnið hafa aukist enda séu þau sífellt að bæta við sig starfsfólki. Þá segir hún ekki tilfinnanlegan mun á fólki vegna Ómíkron-afbrigðisins, fólk taki þessu almennt rólega líkt og sóttvarnayfirvöld hafa biðlað til fólks um að gera. Skildi manneklan í sóttkví á Landspítalanum vita af þessu?
Í fjölmiðlum má sjá biðraðirnar hlykkjast um borg og bý í vetrarkuldanum þar sem grímuklætt fólk norpar í nepjunni, grunað um að vera smitað af lífshættulegu lungnakvefi sem gæti valdið drepsótt ef það fer út á meðal manna. Einhvern tíma hefði fólki verið rálagt að halda sig heima og fara vel með sig ef það efaðist um heilsu sína í stað þess að standa norpandi í biðröð.
Þegar ég fór heim úr vinnu í dag náði biðröðin niður á nes, enda greindist víst hvorki meira né minna en smit í leikskóla í gær. Börnin áttu fullt í fangi með að standa á svellunum skjálfandi úr kulda. En þetta stendur víst allt saman til bóta því áform eru uppi um fjölda bólusetningar í skólum eftir áramótin með vægari skammt af bóluefnunum sem virkuðu ekki, en passa þá uppá að gefa ungum karlmönnum ekki Moderna vegna hættu hjartabólgu.
Já -vögum vér og og vögum vér með vora byrði þunga upp er komið það áður var í öld Sturlunga í öld Sturlunga.
![]() |
Tæplega átta þúsund manns í sýnatöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)