29.4.2021 | 06:03
Að æra óstöðugan
Bólusetningardagar heilbrigðisiðnaðarins hafa eftir því sem á líður líkst æ meir vakningarsamkomu sértrúarsafnaðar. Í gær heiðraði æðsti prestur sóttvarna samkomuna og var bólusettur við glymjandi lófatak í Höllinni. Tekið var sérstaklega til þess að sama valkyrjan bólusetti með sama bóluefni og Þann klára, sem hefur spilað á þjóðina frá því seint á síðustu öld.
Það hefur ekki farið fram hjá síðuhöfundi að nú standa yfir efstu dagar. Fyrir skemmstu kom boð að ofan í sms, auk þess hefur oftar en einu sinni verið hringt og fagnaðarerindið boðað af heilsugæslustöðinni. Allt þetta er á sig lagt, til viðbótar við það sem fjölmiðlar hafa dansað í kringum gullfiskin, svo halda megi honum upplýstum.
En vegna fjöldatakmarkana og vanþakklætis man ég bara Hann Smára og silfurpeningana þrjátíu sem fóru í money haven um árið. Þó svo allt sé gert til að halda mér upplýstum um helgustu vers fagnaðarerindis, fluttu á fjöldasamkomum grímunnar við lófatak.
Hvað er þá til ráða fyrir utanveltu hró sem getur ekki munað trúarjátninguna, -annað en fara að ráði Þorsteins jökuls í stórubólu og flýja til fjalla?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)