26.6.2021 | 06:49
Safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar
Nú er opinberu fyrritæki í almannaeign gert að rukka þá landsmenn sem búa í mestri fjarlægð frá þjónustunni um raunkostnað á flutningi fyrir allt yfir 50 grömmum, og það með virðisaukaskatti.
Til samræmis við nýlega breytingu í lögum um póstþjónustu, afgreiddum af há æruverðugu alþingi, fyrirtæki þess sama opinbera og var ætlað jafna kjörin í þessu landi, en tók upp á því að níðast á vesalingum undir verndarvæng ríkisins.
Félag vesælla atvinnurekenda fer auðvitað fram á að Þessi breyting verði framkvæmd tafarlaust. Enda hið mesta sanngirnis mál að þeir sem stundi flutningaþjónustu sitji við sama borð í botnlausri samkeppninni.
Þau flutninga fyrirtæki sem bjóða uppá þessa pakkaflutninga fyrir almenning eru sennilega tvö, , , , -jafnvel alveg heil þrjú. Eimskip á nýju hundrað ára kennitölunni sinni eftir "hið svokallaða hrun" nú með sama eigendahóp og miskunnsami samherjinn. Samskip þar sem eigandinn hefur verið ofsóttur af dómstólum þessa lands allt frá "hinu sama svokallaða hruni".
Með góðum vilja má bæta Icelandair við á stöku stað, sem hafa verið hlutabótaþegar almennings í gegnum hið opinbera í heimsfaraldrinum, "hinni svokölluðu drepsótt", en það fyrirtæki komst um tíma í eigu lífeyrissjóða landsmanna eftir "hið svokallaða hrun". Svo á náttúrulega Byggðastofnun að sjá um eftirlitið, svona til að faðirvorinu verði ekki snúið upp á andskotann.
Já það er kominn tími til að Jón og Gunna norð-austur á landi hætti að safna auð með augun rauð á meðan aðra brauðið vantar.
![]() |
Pósturinn breyti verðskrá án tafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)