25.9.2021 | 04:57
Já, sei, sei, nei
Hann kann að virðast framandi asninn sem gulrótin dregur. Undarlegri en hundurinn sem eltir sitt skott. Kunnuglegur er þó klárinn er leitar þangað sem hann er kvaldastur.
Nú rennur upp sú örstutta stund er lýðurinn í einrúmi valdið velur, en ekki Svarti Pétur með sína feitu peninga verði.
Sá sem í dag ekki gleðst við nýta sinn lýðræðislega rétt ætti því að grjót halda kjafti. Ég segi ekki meir, , , já, sei, sei, nei.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)