Hyskið út úr húsum þjóðarinnar

Nú eru orkupakka landráðin farin að líta upp á landið. Vegasjoppa, sem átti með réttu að verða  lýst gjaldþrota haustið 2008, er farin að bíta unga íslendinga í afturendann með markaðstrixum á rafmagni, sem sjoppan hvorki framleiðir né dreifir, en kemst í skjóli orkupakka ESB í að dreifa reikningum fyrir rétt eins og hverjum öðrum skít.

Ungt saklaust fólk, sem er að koma grænt út í lífið, fær enn einu sinni að kynnast glæpasamtökum þess opinbera og auðróna í fjárplógsstarfsemi. Leikrit vikunnar hefur verið ævintýralegt. Opinber stofnun sendi til opinberra stofnanna neyðarkall vegna orkuskorts s.l þriðjudag. Til að undirstrika alvarleikann á orkumarkaði og gefa tóninn um væntanlegar hækkanir.

Í gær kom svo í ljós að gamla bensínstöðin við vegasjoppuna, sem var svo heppin að njóta stjórnaformennsku fjármálaráðherra þegar Jón og Gunna urðu gjaldþrota um árið, varð uppvís að því að selja ungum saklausum afkomendum þeirra hjónakornanna rafmagn á nær tvöföldu uppgefnu verði vegna föðurlegrar umhyggju opinberu stofnunarinnar sem hæpar upp hækkanir þessa dagana. 

Framkvæmdastjóri vegasjoppunnar, sem tók upp á því að græða á því einu að vera milliliður og gefa út reikning, hafnaði því alfarið fyrr í dag að beitt væri blekkingum. En áttaði sig svo á því að hann var með skítinn upp á bak og baðst velvirðingar undir kvöld um leið og hann lofaðist til að skeina sig í boði lífeyrissjóðanna.

Eftir stendur að þeir sem vilja græða á því einu að skrifa reikninga á saklaust fólk fá að gera það óáreittir áfram í skjóli orkupakka ESB og landráða íslensku stjórnsýslunnar. -Já Guð blessi Ísland.


mbl.is N1 biðst velvirðingar og endurgreiðir mismun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband