7.1.2022 | 19:47
Draumur í dós
Undarlegir hafa þeir verið draumar mínir í upphafi árs.
Hríðin stríð svo leita varð vars í skóginum, því þar var örlítið meira skjól. Hentist á harðahlaupum yfir ódáinsakur, til þess eins að ná skógarjaðrinum hinu megin áður en glóruleysið skylli saman og byrgði alla sýn. Visin var á þeim akri uppskeran, en með andvara sumars sem eitt sinn var.
Stóð þétt með fáum í hrímuðum sinumóum, við yl frá konu sem ég þekkti ekki hót. Í fámenni hélt bakleiðis í bæinn. Stóð fyrir framan gamla kaupfélagið, sem nú hafði að geima gróða grið, -til þeirra er vildu komast inn. Horfði úr svalanum inn í gegnum glerið á fjöldann sem þráði heitast að komast út.
Þetta voru reyndar tveir draumar, -en í sömu dós.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)