28.10.2022 | 17:20
Gúrkutíð
Nú hefur ríkt hamfarblíða um heim allan í hálfan mánuð. Stafalogn svo dögum skiptir, ekki er gott að eiga vindrellu í þessum ósköpum. Hitastigið yfir meðallagi þannig að ekki bítur orkuskorturinn. Orkuskiptin þar að auki orðin svo orkufrek að það þarf virkja hverja sprænu, jafnvel leysa carbfixaðan vind á rellu.
Svo þetta sé allt saman gerlegt hyggjast fábjánar, sem fá frábærar hugmyndir á færibandi, flytja inn aðkeyptar hendur, pantaðar úr katalókum með appi á netinu, auk þess að glæða flóttamanniðnaðinn með stríðsrekstrar styrkjum.
Þessi ósköp hafa leikið Evrópusambandið svo grátt í öll gasleysinu að allir málsmetandi vísinda- og stjórnmálamenn, ásamt auðrónum, hafa hug á að lýsa yfir neyðarástandi. Gott ef þeir eiga ekki eftir að þjóta einhverja hringi í kringum hnöttinn með kolefnissporið strókandi aftan úr rassgatinu.
Ósonlagið er þar að auki orðið eins og gatasigti, rétt eina ferðina. Þetta getur varla verið annað en lognið á undan storminum. Hamfarablíðan á örugglega eftir að hefna sín jafn illyrmislega og stormur í vatnsglasi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)