Lögbundinn þjófnaður

Þarna er náhirðinni rétt lýst, enda mun auðveldara að stela ef ekki þarf að horfast í augu við þann sem á þýfið. Greiðslur í lífeyrissjóði hafa sýnt sig sem lögbundinn þjófnaður í gegnu tíðina. Því þykir náhirðinni rökrétt að þeir sem með þá fari teljist hæfir.

En ég er ekki viss um að viðundrin í Seðlabankanum kippi þessu í liðinn þrátt fyrir tiltrú verkalýðsforingja, honum væri nær að hætta að semja um þjófnaðinn. Í Svörtuloftum hafa menn haft allan tíma veraldar við að horfa í gegnum fingur sér með náhirðina í stjórnum sjóða launafólks.

Það þarf ekki annað en að benda á United Silicon og vörslusjóði Arion banka til átta sig á hverskonar hæfileika er verið að krefjast. Svo ekki sé nú minnst á Íslenska lífeyrissjóðinn sem var í vörslu Landbankans í hruninu.


mbl.is „Hrekja venjulegt fólk út úr stjórnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband