27.5.2022 | 17:33
Hatursorðræða stjórnmálamanna
Nú kveður svo rammt að virðingu alþingis að biskup þjóðkirkjunnar hefur séð sig tilneyddan að kallað einn af klerkum sínum á teppið og veita honum tiltal fyrir að vitna í Biblíuna. Hvort áminningin er vegna guðlasts eða hatursorðræðu er ekki gott í að spá, enda hefur ekkert verið um það upp gefið og telst málinu lokið að hálfu biskups.
Klerkur tók fram hina helgu fésbók eftir fund sinn með biskupi og bætti um betur með því að fara í frelsarans slóð og minna á farísea. Og ekki er laust við að klerkurinn hafi þar með bætt í Biblíutilvitnanirnar.
Klerkur undanskildi þá að vísu fræðimenn og hefur þar með gert sig sekan um pólitískan tvískynjung, -ef ekki hræsni, enda hefur biskup ekki séð nokkra ástæðu til að kalla hann á teppið þess vegna.
Hver mannvitsbrekkan um aðra þvera geysist nú um víðan völl við að spá í spilin og finnst sumum að stjórnmálamenn eigi orð klerksins inni, á hvorn veginn sem þau vigti, svo lengi sem fræðimönnum er haldið utan við Biblíutilvitnanir.
Fyrrverandi fer þó undan flissandi í flæmingi og segir að þeir ofsóttu séu í stöðugri endurskoðum. Dómsmálaráðherra veltir vöngum og er allavega búin að koma því á framfæri, -að ef fjölskyldufólk á annað borð tórir tíu mánuðina á landinu bláa verði það ekki sent til Grikklands.
Guð blessi Ísland.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)