14.10.2023 | 06:52
Fordæming
Tönn fyrir tönn,
auga fyrir auga.
Við sem bak við fjöllin
úr fjarlægð fordæmum,
í glamri falskra tanna
kaldastríðs kumlsins.
Þegar himnarnir hrynja;
halda þá hugsanir
sálinni andvaka?
hvað verður um börnin
í siðblindu kófinu?
Augu fyrir auga,
tennur fyrir tönn.
Ljóð | Breytt 14.12.2024 kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)