Fordæming

Tönn fyrir tönn,

auga fyrir auga.

 

Við sem bak við fjöllin

úr fjarlægð fordæmum,

í glamri falskra tanna

kaldastríðs kumlsins.

 

Þegar himnarnir hrynja;

– halda þá hugsanir

sálinni andvaka?

– hvað verður um börnin

í siðblindu kófinu?

 

Augu fyrir auga,

tennur fyrir tönn.


Bloggfærslur 14. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband