Ó, lands vors guð

Það Ísland, sem við kölluðum ættland, er horfið í rót órofa alda. Og nú hefur það raungerst, sem Guðjón kallar stýrðu andstöðuna, -hún hefur komist klakklaust á varamannabekkinn.

Engin þarf lengur að tala fyrir því sem skiptir máli, -hvað þá úrsögn úr flokknum eða EES. Stólaskiptin eru orðin staðreynd og ég get sagt við Ingólf "I told you so".

“Formaðurinn getur þá dregið til baka úr þinginu bókun 35, sem engu skiptir, því þetta lið samþykkir hvort eð er allt á færibandi frá unioninu. Þannig getur flokkurinn haldið andlitinu vegna nafns síns og arfleifðar gagnvart kjósendum í næstu kosningum.”

Eftir þær kosningar sameinast svo hrunflokkarnir um tveggja flokka stjórn. Síðan verður skömmtuðum sætum við háborð glóbalsins útdeilt til valinna á kostnað fullveldis lítillar þjóðar.

 

Eftir of stóran skammt af engu

er nú setið við dánarbeð draums,

– drepnir tittlingar með brostnum vonum –

þeim er áræði æskunnar gaf vængi

líkt og sunnan þeyr.

 

Öll fyrrum framtíðar áform

eru nú andvana fædd

– hljóð í ódáins frelsi.

 

Dropinn sem holaði steininn

fer nú einn af öðrum í vaskinn

– úti við dumbshaf í helsi.

 

Eitt eilífðar smáblóm

– nú í glötun kastað –

tilbiður guð sinn og deyr.


Bloggfærslur 15. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband