Það er allt á leiðinni til helvítis

sagði félagi á andaktinni fyrir vinnu í morgun, um leið og hann rauk út af kaffistofunni, enda hitablásarinn farinn að leka. Þið þurfið ekki að panta hádegismat fyrir mig, kokkurinn er pólskur og þarna eru orðnir eintómir fábjánar; -sagði hann um leið og hann skellti dyrunum. Nú jæja sagði annar vinnufélagi svo það hefur gleymst að senda rabbabarasultuna með matarbakkanum í gær.

Mér varð svo á að leggja við hlustir þegar loftslagsváin var útlistuð á gufunni, vegna þess að betur stæður Amerískan hefði þurft að selja húsið sitt á Miami Beach og yfirgefa ströndina vegna hamfarahlýnunar. Reyndar var það ekki vegna þess að yfirborð sjávar hækkaði svo mikið, heldur var það hækkandi fasteignatrygging sem flæmdi hann til fjalla.

Gáfnaljósið, sem rætt var við í fréttinni og sennilega hefur alist upp við valkvíða, sagði að við Ísslendingar yrðum að gera okkur grein fyrir afleiddum áhrifum hamfarhlýnunarinnar og við henni þyrftu stjórnvöld að bregðast með loftslagsaðgerðum, því það væri aldrei að vita hvenær hrísgrjónin hækkuðu líka.

Í fréttinni á undan var rætt við gamla gálu frá því í hruninu, um hversu ófriðvænlega horfir í heiminum, en reynt hefur verið ítrekað að koma henni fyrir á launaskrá hjá alþjóðastofnunum. Allt frá því að hún tók þátt í að setja Íssland á hausinn um árið sem málsvari útrásarvíkingana.

Það tókst svo loksins að koma enni fyrir sem stríðsmála talsmanni. Hún sagðist í stuttu máli heyra þeirri kynslóðar til, sem hefði alist upp við kaldastríðið og vissi því hvað til síns friðar heyrði í heiminum. En virtist ekki gera sér nokkra grein fyrir að fölsku tennurnar glamra varla mikið lengur í kaldastríðskumlinu. -Einmitt, sú sem sagði þið eruð ekki þjóðin.

Já ég held ég verði að taka undir með félaga mínu. Guð blessi Ísland.


Bloggfærslur 19. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband