Úr sólkerfum himnanna

Þegar kropið er við tákn óendanleikans, lýtur allt lögmáli alheimsins. Sé þar sóst eftir breytingum þá má finna lykillinn. Með vitneskjunni kemur svo ábyrgðin á því að útdeila, -þér verður sýndur vegurinn.

Þetta er einfalt. Í alheiminum er regla þar sem bæði hreyfing himintunglanna og náttúrunnar fara saman við mannshugann. Huga sem er í sínu rétta ástandi þegar hann er í samhljómi við almættið, svoleiðis hugur er tímalaus.

Lífið er tjáning hugans. Þú ert skapari þinnar tilveru, sem maður ertu frjáls til að vera í hverju því hugarástandi sem þú óskar í gegnum hugsanir þínar og orð. Það er mikið vald í þessu fólgið, -og hvort því fylgir blessun eða bölvun.

Árangur ævinnar er afsprengi hugsana. Hugsanir eru undanfari aðgerða, -aðgættu því hvað þú hugsar. Taktu eftir sjálfsvorkunnunni, öfundinni, græðginni, hræðslunni og öllum þeim viðsjám sem valda sjálfinu sársauka og óþægindum.

Auk þessa er annað sem þú hefur algjört sjálfsforæði yfir, -það er viðmót þitt. Taktu eftir hvaða áhrif það hefur á þá sem í kringum þig eru. Þar muntu sjá að sérhvert líf er tengt öðru lífi.

Viðmót þitt og orð valda viðbrögðunum eins og þegar steini er kastað í lygnan vatnsflöt. Ef hugsanir þínar eru hreinar munu orð þín streyma frá hjartanu og skapa gárur kærleikans.

Þannig ef þú í raun villt ráða lífi þínu, verðurðu að ráða huga þínum. Ástæðan er mikilvægasta verkfærið, býr til andrúmsloft skilnings og leiðir til væntumþykju sem er skilyrðislaus kærleikur.

Vegna breyskleika hugans, -sem á svo auðvelt með að missa sjónar af því fyrsta sem hverfur í stríði, -höfum við barnsaugun til að minna okkur á bæn til Guðs.

 

25


Bloggfærslur 29. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband