12.11.2023 | 14:14
Völuspá með Skaufhalabálki
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Hafði áður
hætt útvegi,
nægtir voru þá
og nógar vistir.
Geisar eimi
við aldurnara,
leikur hár hiti
við himin sjálfan.
Matur er eigi meiri
mér í höndum:
halrófu bein
og hryggur úr lambi,
bógleggir þrír
og banakringla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)