21.11.2023 | 17:23
Kjaftstopp
Það má segja að ég hafi verið orðlaus síðan bjálfarnir við Austurvöll gengu í björg og keyrðu í gegn enn einn skattinn. Kolefnisgjald þess í neðra, vegna Svartsengis og Blanka lónsins. Flón fóru á kostum við sviðsmyndagerð svo ekki var við góðu að búast. Enda kom fram frumvarp eins og þjófur að nóttu um aukaskatt á húsnæði landsmanna svo fjármagna mætti einkavæddar sviðsmyndir af Reykjanesi
Já, 57 flissandi fábjánar greiddu atkvæði með gjörningum, ekki veit ég hvort þeir sex í viðbót sem skreyta þar stóla greiddu atkvæði á móti, sátu hjá, eða voru hreinlega ekki í ástandi til að mæta. Allavega fór gjörningurinn í gegn hratt og smurt gjörsamlega án umræðu úti í samfélaginu, sem á að borga fyrir herlegheitin, -í stað þess að huga að húsnæðisvanda flóttafólks úr Grindavík.
Á eftir að frumvarpið varð að lögum reis upp hver mannvitsbrekkan af annarri og sá fáránleikann, - en bara of seint. Enda hafði ekki nokkrum einasta vanvita á hinu ærulausa alþingi komið til hugar í svo mikið sem eitt augnablik að stinga niður fótum með örlitlum ræðustúf gegn nýrri skattlagningunni í tómar hirslur hins alræmda ríkissjóðs.
Það verður víst hver fugl að fá að fljúga eins og hann er fiðraður hér eftir, en ekki er á sviðsmyndirnar bætandi hjá flónum. Það ættu þeir að vita sem hafa tekið þátt í þeirri hrauka gerð sem nú þegar hafa verið framkvæmdar sem ofanflóðavarnir og stefna í að verða viðsjálli en náttúruhamfarirnar sjálfar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)