Elíta íslensks fáránleika

Er þegar saman kemur góða fólkið og stjórnmálamenn, sem hafa setið við kjörkatlana árum jafnvel áratugum saman. Flissa í stutta stund með forsætisráðherra yfir háleitum markmiðum um útrýmingu fátæktar íslenskra barna, sem hefur einungis aukist á þeirra vakt, auk þess sem þeim fer fækkandi. 

„En það breytir því ekki að við erum ennþá með of margar hindranir. Það eru þættir sem við getum gert betur og hér var sérstaklega rætt um húsnæðismálin. Ég held að það blasi við að þó að stjórnvöld hafi verið að beita sér á húsnæðismarkaði á undanförnum árum hefur enn ekki verið byggt nóg til þess að standa undir þörfinni“, -segir sú sem flissar best.

Sennilega verður niðurstaðan af skrautsýningunni sú að bjóða heimilum ungs fólks 110% leiðina aftur, og þeim sem hafa enn kjark til að eignast börn. Skrúfa síðan áfram upp vextina auðrónum til arðs, sem hækka síðan fasteignaverðið upp úr skýjunum með tíð og tíma, svo hægt verði að gjaldfæra sjálfvirkt fyrir allri sjálftöku elítunnar.


mbl.is Vilja útrýma fátækt barna fyrir 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband