6.5.2023 | 16:22
Ég horfi niður
En ég næ ekki upp í það sem ég sé, -kvað þjóðskáldið um árið. Nú má segja að það hafi tekið mig hátt í hálfa öld að fatta hvað hann var að meina, þó svo að ekki hafi beinlínis verið mælt undir rós.
Reyndar koma fleiri vísbendingar fram í torræðum textanum, sem eru eins og talaðar í tíma dagsins í dag, en ekki eins og veröldin var fyrir 45 árum.
Þegar litið er til nútímans er merking skáldsins kristal tær, -eða þannig. Þarf ekki einu sinni að gúggla.
Ef þú lesandi góður ert í þann veginn að fara að fletta í snjallsímanum eða skrolla í tölvunni þá ættirðu í þann veginn að vera búin að fatta hvað ég er að meina.
En kannski er bara best að babla í bláan skjáinn og fíla góðan blues.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)