Kjaftæði

Munurinn á orðræðu Kristjáns Loftssonar fostjóra Hvals og fræðinga Matvælastofnunnar, sem komust að því að veiðar hvala væru óásættanlegar út frá dýrvelferðarsjónarmiðum, er sá að á meðan Kristján talar kjarnyrta íslensku þá fer stofnunin með orðskrúð umvafið fáfræði fræðimennskunnar, -svo kallað kjaftæði.

Þarna fer sama stofnun fram og lét slátra 1400 kindum í Miðfirði rétt fyrir sauðburð í vor, og bar fyrir sig dýravelferð í öllum æðibunuganginum. Seinna kom í ljós að engin kind var sýkt á öðrum bænum, sem slátrað var á, og ein á hinum.

það er einsdæmi á Íslandi, og sennilega um víða veröld, að annað eins níðingsverk hafi verið framið með velferð dýra að yfirskini. Starfsfólk þessarar stofnunnar  hefur komist upp með að skíta upp á bak aftur og aftur í gegnum árin án þess að hafa verið látið axla nokkra ábyrgð.


mbl.is Hvetur Kristján til að birta nýjar upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband