Skipulögð glæpastarfsemi

Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjörbrotum lýðveldisins. Hver ráðherrann og ríkisstofnana-stjórnandinn eftir annan flæmast undan ábyrgð. Í mesta lagi er viðurkennt að lögbrotin séu til þess að læra af þeim.

Það örlar samt á að neytendasamtökin viti hvað skipulögð glæpastarfsemi gengur út á, þegar hætt er viðskiptum við Íslandsbanka. Fara samt væntanlega í viðskipti til stofnunnar sem hefur upp á nákvæmlega sama siðferði að bjóða.

Þegar fjármálaeftirlit seðlabankans lætur fjármálastofnun greiða svimandi stjórnvaldssekt, þar að auki í eigu ríkisins, þá liggur í augum uppi hverjir blæða að endingu.

Það gera þegnar bananalýðveldisins í gegnum hærri vexti og gjöld, -svo lengi sem "ábyrgðin" getur á sig launum bætt.


mbl.is Hætta viðskiptum við Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband