7.6.2023 | 13:14
Öfugmæli - eða hvað?
Það á skilyrðislaust að setja þak á verðtryggingu lána þegar verðbólgan fer langt yfir verðbólgumarkmið stjórnvalda.
Ef verðtrygging á einhvertíma rétt á sér, þá er það til að verðtryggja launatekjur almennings á meðan verðbólguskot gengur yfir, ef það væri gert hyrfi verðbólgan á stuttum tíma.
Bankar og auðrónar yrðu að minka hagnað og arðgreiðslur þar til verðbólgan gengi niður og það opinbera halda aftur af sjálfvirkri sjálftöku.
Ekkert af þessu hefur verið upp á borðum. Kjarasamningar launfólks setja engar skorður við sjálfvirkar hækkanir, sem taka mið af óðaverðbólgu keyrðri áfram m.a. af vísistölu ofurvaxtaðs húsnæðisliðs.
Auðrónar, bankar, ríki og sveitafélög hafa engan hvata til að koma móts við það fólk í landinu sem dregur vagninn, -eins og staðan er í dag. Stunda því sjálftöku og græða eftir sem áður þrátt fyrir verðbólguna - og kalla það þá hagvöxt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)