Hamfaratrúboð kolefniskirkjunnar

Nú básúna fjölmiðlarnir sömu hamafarhlýnunar fréttirnar frá trúboði kolefniskirkjunnar og um mitt sumar í fyrra, -og árin þar áður. Enda ekki ólíklegt að hitinn verði ekki mikið hærri á árinu en um þetta leiti.

Ef gullfiskaminnið ræður við að rifja upp ár aftur í tímann þá voru nákvæmlega sömu fréttir í fyrra um þetta leiti, nema að þá var það ekki Ítalía, hamfarirnar voru í Bretlandi. Ég tók mig til þá og fylgdist með í beinni á Windy.com, enda í sumarfríi þá eins og núna.

Metin voru slegin víða um Bretland þó þau kæmust hvergi nærri þeim hitamælarnir á Windy. Skýringuna mátti svo finna hjá hjá Met Office þegar fréttirnar voru fluttar af medíunni, og þá hvers vegna hitinn hefði hvergi sést á Windy.

Á Vísi var vitnað í Penelope Endersby forstýru Met office „Þetta veðurfar er algjörlega fordæmalaust. Við höfum aldrei áður séð slíkar hitatölur í reiknilíkönum okkar“. Þar átti hún við að hitinn hefði í fyrsta skipti í sögunni farið yfir 40°C á Bretlandseyjum.

Til sönnunar voru staðirnir taldir upp þar sem hitametin voru sleginn. Mátti þar finna Heatrow flugvöll, herflugvellina Coningsby og Nrtholt; St James´s Park auk Kew Gardens sem er gamalt gróðurhús í London.

Sumarhitar við Miðjaraðarhaf 40-45°C er reyndar engin nýlunda. Sjálfur hef ég verið í 43°C við strönd Miðjarðarhafsins á Spáni um mitt sumar á síðustu öld án þess að það hafi þótt merkilegt. Sennilega hefði einhvertíma þótt merkilegt ef hitinn næði ekki einhverstaðar eitthvert sumarið í S. Evrópu slíkum hæðum.

Reyndar hef ég verið í Íslenskri sólstofu þar sem hitinn fór yfir 50°C. Ég hvet áhangendur hamfarahlýnunar til að fylgjast með Windy.com í beinni og hitamælinum heima hjá sér, tala nú ekki um ef hann er í gróðurhúsi eða sólstofu, því það er ekki alltaf bara Langtíburtukistan sem hitametin falla, þó svo að medíunni þyki það merkilegra.


mbl.is Heljarinnar hiti í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband