13.8.2023 | 07:15
Íslendingum fækkar í eigin landi
Ættfærðir Íslendingar eru fyrir löngu komnir á hrakóla í eigin landi og helst að þeim fjölgi úr þessu í kirkjugarðinum. Eins og greina má á meðfylgjandi frétt hefur íslendingum fækkað um u.þ.b. 10.000 á landinu bláa frá hinu svokallaða hruni á meðan fólki með erlendan ríkisborgararétt hefur fjölgað um 70.000.
Við sem getum rakið ættartöluna verðum að fara að hugsa okkar gang áður en við verðum minnihlutahópur í eigin landi, og það verður best gert með því að viðahalda tungumálinu, skilningi á sögunni og íslenskum gildum, -öðrum en græðginni sem hefur verið í hávegum höfð alla þessa öld.
Það finnst kannski mörgum tungumálið eða ættræknin vera lítið til að halda upp á, en það er einstakt að þjóð geti rakið ættir sínir aftur í aldir, jafnvel aftur fyrir Kristsburð.
Einhvern tíma þótt Da Vinci code merkileg skáldsaga. Þann lykil eigum við aftur til Óðins, en verðum að hafa skilning á tungumálinu til að geta lesið okkur í gegnum dulkóðaðan lykilinn.
Ef við setjum tungutakið í hroða-ensku þar sem standardinn er settu af auðrónum, gúggúl og þeim sem kunna ekki ensku, þá getum við allt eins lesið upplýsingaóreiðu fjölmiðlanna út í eitt og smælað framan í heiminn eins og hverjir aðrir gapandi fávitar.
það verður of seint að ætla að endurheimta landið sitt eftir að íslenska þjóðin verður orðin minnihluta hópur á Íslandi. Þá eiga Jónar og Gunnar þessa lands eftir að syngja með tárin í augunum á erlendri grund "Ég er kominn heim".
![]() |
Stefnir í metár í aðflutningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 14.8.2023 kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)