19.8.2023 | 08:08
Tveir plús tveir
Þegar okkur finnst allt vera orðið breytt frá því áður var, jafnvel fjárhags áhyggjur þjaka, draumar dánir og töfraveröld horfin hugskotssjónum. Þá getur verið gott að leggjast í grasið með strá á milli tannanna til að tyggja um leið og hlustað er á fugla himinsins, fylgst er með skýjunum á ferð þeirra yfir himininn og minnast þess að ský gerir ekki mistök.
Áður en þú veist af munu margveldi alheimsins ná til innstu hugskots horna og það rennur upp fyrir þér að tveir plús tveir er það sem þér sýnist, -eru bara bókhaldsatriði sem engu máli skiptir í hinu stóra samhengi.
Útkoman fjórir er samkomulagsatrið manna á meðal. Rétt eins og tíminn, sem er viðurkennd sjónhverfingu um það að gærdagurinn hafi liðið áður en morgunndagurinn hefst. Þó svo að morgunndagurinn stjórnist af gærdeginum og í gær yrðu draumarnir til um morgunndaginn.
Það er ekkert í núinu sem gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur, annað en hugmyndir okkar um að þeir sem lifa liðinn tíma séu með elliglöp, þeir sem lifa í óþekktri framtíð séu geðbilaðir og að þeir sem ganga út frá að tveir plús tveir séu fjórir endi ævina gjaldþrota.
Þegar upp er staðið er það trú, von og kærleikur sem skiptir máli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)