Það sem ekki verður metið til fjár

Rannsóknir Barða Guðmundssonar um uppruna Íslendinga varpa algerlega nýju ljósi á frásögn Snorra Sturlusonar í Heimskringlu, sem hingað til hefur verið talin þjóðsaga ein, án nokkurs heimildagildis. Snorri segir, að Æsir hafi komið frá Svartahafs löndum til Norðurlanda undir forustu 12 hofgoða.

Þjóðstofn þessi kemur fyrst til Danmerkur og flyzt þaðan til Svíþjóðar. “Óðinn setti lög í landi sínu, þau er gengið höfðu með Ásum.” Hann kenndi þeim rúnir, galdra og ljóðagerð. Það er harla merkilegt, að Snorri skuli gera ráð fyrir norrænni sérmenningu, sem upptök eigi í hinum fjarlægu Svartahafslöndum.

En þar voru heimkynni Herúla, eftir að þeir komu norðan frá Eystrasalti. Vegur þeirra þaðan til Norðurlanda er varðaður arfsögninni. Þessi vegur er vandrataður, enda víða horfin í rökkur forneskjunnar.

Barði Guðmundsson hefur unnið það mikla afrek, að rekja þá slóð feðra vorra austan frá ströndum Azovhafs út til Íslands, og reist sér þannig óbrotgjarnan minnisvarða í íslenzkri sagnaritun. (Reykjavík, í ágúst 1959 – Skúli Þórðarson.)

Þannig endar inngangur að ritgerðasafni Barða Guðmundssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar. Árið 1959 kom ritgerðasafnið út undir heitinu Uppruni Íslendinga. Þar rökstyður Barði að Íslendingar séu ekki komnir út af dæmigerðum Norðmönnum heldur fólki sem var aðflutt, einkum á vesturströnd Noregs. Inngangur Skúla Þórðarsonar tæpir á um hvað ritgerðirnar fjalla.

Þar telur Barði Guðmundsson skáldmenntina eitt helsta einkenni íslensku þjóðarinnar. Það sama gera hinar norðurlanda þjóðirnar þegar þær tala um bókmenntaþjóðina á sögueyjunni. Enda geymdist saga norðurlanda á víkingaöld að miklu leiti á Íslandi. Fornaldarsaga Norðurlanda, sem í dag þykja þjóðsögur, geyma arfsagnir frá þjóðflutningunum miklu.

Nú þegar íslenskan á orðið undir högg að sækja, vegna gríðarlegs aðflutnings fólks til landsins allstaðar að úr heiminum, lítur út fyrir að þjóðin tapi tungumálinu sem varðveitti vandrataðan veg í fornaldarsögum. -Nútímafólk sem enn getur rakið ættartöluna aftur til Óðins samkvæmt þjóðararfinum.

Við fórnum yfirleitt því óefnislega sem ekki er hægt að meta til fjár, -svo mikil eru áhrif græðginnar. En á sumt verður aldrei settur verðmiði, sem rétt er að hafa í huga, nú þegar glóballin kyndir undir flóttamannastraum yfir opin landamæri heimsins.


Bloggfærslur 27. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband