Vesalings fólkið

Það eina góða sem kemur hugsanlega út úr væntumþykju sendiherradótturinnar fyrir hvölum væri ef þetta gerræði hennar gengi frá túristavaðlinum. Um það er ekki öll nótt úti. Að setja á hvalveiðibann síðasta sumarið sem hvalveiðar eru leifðar og gera síðan í brækurnar, er einstakt.

Að bera fyrir sig dýravelferð upp úr skýrslu stofnunnar, sem á sama tíma og hún kokkaði upp dýrvelferðar rökin lét slátra 1.400 lambfullum kindum í Miðfirði rétt fyrir burð, í nafni dýravelferðar, -vegna rakalausrar riðu, sem síðan reyndist ekki vera nema í einni kind á öðrum bænum, er einstakt.

Og að ráðherra á Íslandi sem fer með forræði þessarar stofunnar komist upp með allt gerræðið er sennilega nýtt Íslandsmet. Nú er ekki einu sinni hægt að segja um ríkisstjórn Íslands að hún sé bara skipuð jelly böngsum, Davos dúkkulísum og  flissandi fábjánum. Það er ekkert annað hægt að segja en vesalings  fólkið.


mbl.is Ísland tekur „risastórt skref aftur á bak“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband