29.9.2023 | 19:50
Upplýsingaóreiða yfirvalda
Þegar svart er sagt hvítt er það lygi, stundum kölluð hvít lygi í fegrunarskini. En þegar annað hvort hvítt eða svart verður grátt er tæplega um hreina lygi að ræða. Þegar þekktum viðmiðum málfarsins er hróflað þá verður til óreiða, sem er akkúrat það sem yfirvöld stunda hvað ákafast þessi árin.
Hvað sem svo þessi óreiða er kölluð þá verður til af henni umræða sem getur verið byggð á falsi og leitt til hatursorðræðu. Ríkisstjórn sem ætlar að setja á löggjöf gegn hatursorðræðu og koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu í kjölfar breyttra viðmiða þarf ekki að vera ríkisstjórn góðra gilda, og er varla ríkisstjórn fólksins, þó svo hún sé talin höfða til góða fólksins.
Opinber umræða í dag er á þeim villigötum að flestum fyrri gildum hefur verið hnikað, og því logið blákalt að þar sé um lýðræðislegan vilja fólksins að ræða. Þetta birtist m.a. í því að erlent fólk streymir til landsins, sem láglaunavinnuafl, túristar og flækingar á flótta, -án þess að þeir sem eiga á Íslandi lögvarinn ríkisborgararétt fái mikið um það að segja.
Í skólum landsins er birtingamyndin m.a. sú að kristinfræði hefur verið úthýst og þess í stað kennd kynjafræði fjölbreytileikans án þess að foreldrar hafi haft nokkuð um það að segja. Sagt vera gert m.a. til að verja kynvitund þeirra barna sem upplifa sig hvorki vera karl né kona. Þeir sem hafa eitthvað við þessa aðferðafræði að athuga eru nú sagðir viðahafa hatursorðræðu.
Fæstir hafa nokkurn áhuga á að opinbera kynlífsathafnir sínar, hvort sem þær leiða til fjölgunar þjóðarinnar eða eru sprottnar af ást til einhvers af sama kyni. Þess vegna hefur það verið ótrúlegt að verða vitni að því hvernig íslensk yfirvöld hafa beitt fyrir sig stríðshrjáðu flóttafólki, minnihlutahópum og börnum, sem fánaberum alþjóðahyggju og breyttra gilda, við að fjölga þjóðinni.
Þeim viðmiðum að sá sé Íslendingur, sem borin og barnfæddur er á Íslandi eða hefur hlotið íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt lögvernduðum viðurkenndum viðmiðum, -hefur nú verið breytt. Fjölmiðlar hafa hvað eftir annað verið með fréttir af því að Íslendingum fjölgi og nálgist nú að verða 400 þúsund og yfirvöld tromma undir með þögninni sem þekur sannleikann, á meðan verið er að skipta um þjóð í landinu.
Staðreyndin er sú að ættfærðir Íslendingar eru fyrir löngu komnir á hrakóla í eigin landi og helst að þeim fjölgi úr þessu einhversstaðar erlendis eða í kirkjugörðum landsins. Landsmönnum með íslenskan ríkisborgararétt hefur fækkað um u.þ.b. 10.000 á landinu frá "hinu svokallaða hruni" á meðan fólki með erlendan ríkisborgararétt hefur fjölgað um 70.000.
Þeir Íslendingar, sem búa nú á Íslandi og tala íslensku, geta átt í vændum að eiga í erfiðleikum með gera sig skiljanlega á móðurmálinu við einföld dagleg samskipti.
Það er í þessari grámyglulegu opinberu orðræðu sem hvítt er orðið svart. Það er í þessari upplýsingaóreiðu yfirvalda sem falsfréttir þrífast.
Þessu ætti ríkisstjórn Íslands að gera sér fulla grein fyrir áður en löggjöf um hatursorðræðu er sett á Íslendinga.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)