When I'm Sixty-Four

Móða liggur yfir landi

-dularfullir klettar

-veðurbarðir girðingastaurar

– og slakur gaddavír –

spegla sig í lygnri tjörn

  

Um bjarta sumarnótt

– yfir húmbláum fjöllum –

bjarmaði eitt sinn

af bleikum morgni

fjarlægrar fægðrar

 

Móðan stígur nú upp til stjarnanna

lík óræðum anda úr 1001 nótt

-upp í ævintýralega birtuna

við eftirvæntingu

barna-barnanna

 

Nú, þá og þegar

– ég er sextíu og fjögra –

spyr ég afturábak

-út í andaktina

og inn í haustið

Hvert fer draumurinn

– lífið sem ég þrái –


Bloggfærslur 8. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband