Sjö sekúndur í frelsarans slóð

Gólanhæðir norðaustan við Galíleuvatn. Svart grjót og öræfi allt upp í mót. Þoka, súld og hrjóstrugt land, -skyldi ég vera fyrir austan. Allavega er Sýrland einhversstaðar þarna fyrir austan úti í dimmri þokunni.

Þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu skriðdreka fylki um víð og dreif undir seglum í felulitunum með hlaupin niður, -bíða þess að það komi tímar.

Rústir þorpsins í þokunni við veginn; skólin, húsin, moskan allt sundur skotið eða niður sprengt, -áður Sýrlenskt land.

Damaskus

Ps. Textinn hér að ofan er úr dagbókinni minni þann 14. febrúar 1998. Þá var ég í landinu helga við steypu störf.

Þennan dag tókum við félagarnir frí og keyrðum í kringum Galíleuvatn og upp í Gólanhæðir, -þar sem við sáum skriðdrekana sem biðu þess að kæmu tímar.

Alla dagbókarfærsluna hef ég birt tvisvar áður, sem sjö sekúndur hér á blogginu árið 2020, -og upphaflega í frelsarans slóð 1998. 


Bloggfærslur 10. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband