22.2.2024 | 05:44
Bárujárnsrokk
Í gegnum svefninn
hlusta ég á snjókomuna
þekja þykka þögnina
sem gjálfrar á hleinum
neðan við kot
Heyri hnullunga
rúlla og mala
í sogi úthafsöldu
niður básinn
í Þúfnafjörunni
Ég kom til að sofa
tímana tvenna
á brim strönd
úti við ysta haf
í hundrað ára
gulu húsi
Í faðmi bárujárns
læt ég sem ég sofi
en mun samt vaka
-vonandi til vors
Ljóð | Breytt 14.12.2024 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)