Munið þið þegar miðlínan var gul?

-Það var fyrir EES, Schengen, túristavaðalinn og mest af þeirri óáran sem unioninu fylgir. Nú er búið að heilaþvo heilu kynslóðirnar með þeirri möntru að allt sé betra. Stuttbuxnadeildin varð sú fyrsta, sem var vöskuð milli eyrnanna í trú á að Dabbi kóngur hefði komið Íslendingum inn í nútímann. Það dugði þangað til hann hrapaði af Svörtuloftum og fór sem próventukarl upp í Hádegismóa.

Eftir hið svokallaða hruni kom smá icesave glæta, en þá voru blessuð börnin vöskuð enn betur á milli eyrnanna með falsfréttum, ólæsi og hroða ensku, -af Davos dúkkulýsum. Og nú er svo komið að kynslóðin sem er að vaxa úr grasi veit varla hvað Ísland er annað en millilandaflugvöllur sem flytur landann í sólina á Tene og flækinga á klakann.

Á meðan hefur landráðaliðið framselt fullveldi og auðlindir landsins út í eitt og það verður trauðla endurheimt nema að taka afleiðingunum af því að segja sig frá EES og Schengen. Þó svo að það gæti kostað smá töf til Tene þá yrði Ísland á eftir meira á íslenskum forsemdum, -fiskurinn sem unnin var í Grindavík yrði unnin á landinu bláa en ekki á meðgjöf í unioninu.

Útlendingaiðnaðurinn er orðin helsti tekjumöguleiki innfæddra s.s ferðaþjónusta mönnuð með erlendu starfsfólki, byggingaiðnaðurinn er í sama fasa, -ekki nema nokkrir dagar síðan að rúmenskur vinnuflokkur bjargaði hitaveitunni á Suðurnesjum sem er í erlendri eigu. Allt gert til að hirða mismun af lágum launum og okri auðrónum til yndisauka.

Glópelskur landinn er orðinn eins og kotbændur fyrri tíma, sem héldu að þeir væru stórbokkar ef þeir fengu niðursetning, því það var borgað með þeim og hægt að fara illa með þá að auki. Allt heila helvítis fræðingabáknið og sviðsmyndaveldið þrífst orðið á niðursetningum og flækingi.

Í grófum dráttum eru niðursetningar lögfræðistóðsins hælisleitendur, og innflutta vinnuaflið þjónustar túristavaðalinn og byggir innviðina. Á meðan flestir innfæddra erum orðnir fákunnandi bjánar með fræðigráður á fundi.

-Eða í starfshóp á vegum ríkisins og fá frábærar hugmyndir á færibandi, en hafa hvorki hendur né verkkunnáttu til að framkvæma, hvað þá sjálfstæði, - og geta nú orðið varla þrifið eftir sig skítinn.

Já man einhver þegar miðlínan var gul? -og Ísland var Ísland – Bubbi hafði hár og söng óræð ljóð.

 


Bloggfærslur 25. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband