16.5.2024 | 05:48
Íslenda
Eini forseta frambjóðandinn sem hefur afdráttalaust sagst standa vaktina fyrir þjóðina og skjóta málum til hennar samkvæmt stjórnarskrá, -nýtur ekki fylgis. Enda hefur hann af mikilli hógværð gefið það út að hann ætli ekki að styggja nokkurn mann og beðið fylgjendur sína um að að gæta hófs í orðræðu. Það getur verið snúið að standa með fólki, sem stendur ekki með sjálfu sér, -hvað þá heilli þjóð.
Flestum öðrum frambjóðendum finnst um málskotsréttinn hitt og þetta áheyrilegt, þegar eftir er leitað, hvort þeir muni skjóta málum til þjóðarinnar, en skjóta sér jafnframt hárfínt undan að svara afdráttarlaust. Það er einmitt þegar frambjóðendum fer að finnast eitthvað, sem rétt er fyrir kjósendur að hlusta vel eftir því hvað er nákvæmlega sagt, -og standa síðan með sjálfum sér, -því að kjósa keppnis er að kasta atkvæði á glæ.
Hér fyrir neðan má finna lesningu í bóki Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi, -Íslendu. Benedikt vildi meina að þeir sem námu hér fyrst land hefðu ekki einungis verið heiðnir, heldur hefði stór hluti landsmanna þá þegar veri kristið fólk, og hér á landi hefði í raun ríkt trúfrelsi. Siðaskiptin árið 1000, þegar tekin var upp einn siður, hefði í reynd verið ákvörðun um að gefa þjóðina á vald Rómakirkjunni.
Siðaskipti voru á Íslandi árið 1000. Árið 1056 var fyrst settur biskupsstóll í Skálholti. Erkibiskupsstóll var settur í Niðarósi árið 1122 sem hafði þá yfir að bjóða biskupsdómi á íslandi, en þá voru orðin hér tvö biskupsdæmi.
"Þetta útlenda yfirboð á kirkjumálefnum á Íslandi átti eftir að verða örlagaríkt fyrir íslenska þjóð, en smásaman færðist íslenska þjóðlífið meira og meira undir vald og aðra hætti kirkjulífsins. Þetta hlaut að blasa við þjóðlega hugsandi mönnum á þeirri tíð og vekja þeim ugg um sjálfstæða tilveru þjóðarinnar, er kirkjan sýndist stefna að því að draga undir sig þjóðfélagsvaldið og innlenda fjármálastjórn, því fyrstu fjárlög Íslendinga eru tíundarlögin, sem Gissur biskup fékk sett 1096 og gáfu kirkjunni forræði á þessum fjárlögum.
Mótvægi á móti þessu var fyrst og fremst saga þjóðarinnar. Í sögunni hlaut þjóðin að muna til sjálfrar sín og sagan hlaut að vernda skýringuna á þjóðinni, og þaðan bar að taka stefnumiðið um verndun og framgang þjóðarinnar móti alþjóðlegri samsteypu ríkja af sameiginlegum trúarbrögðum undir samþjöppuðu valdi á einum stað heims.
Menntun þjóðarinnar hafði farið mikið fram, einmitt af kristilegri menntatækni, lestri og skrift. Mátti því sýnast örðugt að greina á milli þess, sem þjóðin var sjálf og þess, er hún hafði hlotið, enda komu ekki fram skörp tímaskil í málinu, og má segja hitt, að taumur kirkjunnar var slegin ótæpilega, þótt hún yrði stundum að steyta fót sinn við steini.
Má segja það strax, að ritverk Íslendinga, er nú komu til sögunnar, urðu flest mjög höll undir kirkjuna, og þá á aðra grein ekki síður höll undir höfðingjavaldið, en höfðingjavald var einkunn hins íslenska þjóðfélags, frá því það komst á laggirnar."
Ég læt lesendum eftir að færa þessa lýsingu úr Íslendu til okkar tíma.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)