27.5.2024 | 06:31
Verða sjálfstæðismenn kellingar þegar á hólminn er komið?
Nú styttist í að kjósendur fleyti kellingar samkvæmt skoðanakönnunum í Morgunnblaðinu og víðar; -svo formsatriði verði fullnægt. Og svo megi vekja upp andvana fæddan tilbera, sem ekki hefur komist á legg, -glópelskunni, EES og Geysis Green auðrónunum til arðs og æðis.
Formsatriði hefur ekki enn verið fullnægt, en allt hefur þetta samt einhvernvegin reddast, -enda sá helferðarhyskið á sínum tíma um að verja þetta ógeðslega þjóðfélag náhirðarinnar, -"þar sem eru engin prinsipp, engar hugsjónir, bara tækifærismennska og valdabarátta".
Sjálfstæðismenn þökkuðu fyrir með því að efla framgang helferðarinnar og kusu Gunnarsstaða móra sem forseta alþingis og tildruðu svo þeirri flissandi til forsætis ríkistjórnar. Nú ætla margir þeirra, málsmetandi á meðal, að kjósa Davos dúkkulísu sem forseta lýðveldisins.
Því verður seint trúað að sjálfstætt fólk á Íslandi ætli að kjósa gegn fullveldi lands og þjóðar, enda væri það með miklum eindæmum, og verður varla að óreyndu trúað að kjósendur standi ekki með sjálfum sér eftir að í kjörklefana kemur.
-Er nema von að hvískrað sé um skrímsladeild þegar skoðanakannanir eru annars vegar? -Það er nánast engin málefnalegur munur á þrem efstu kellingunum, hommanum og borgartrúðnum. Forseti kosin úr hópi fimm efstu, -samkvæmt könnunum, -fengi u.þ.b. 80-90% atkvæða málefnalega.
Þessu ætti sjálfstætt fólk nú þegar að hafa gert sér grein fyrir, þrátt fyrir stöðugar kannanir og þriggja sekúndna gullfiskaminni, -nema þá kannski metoo myllan hún Grísalappalísa með augun vatnsblá glær og galtóm.