Fíflagangur

Ég sagði frá því í vetur að það ætti að taka upp á því að taka myndir af fólki á landi ríkisins og rukka. Mér hafði orðið það á að kalla sveitastjórnarfólk mestu fífl sem fyrir fyndust vegna þess að það hvorki æmti né skræmti fyrir sína umbjóðendur, þegar fyrirhugauð var gjaldtaka af hálfu ISAVIA ohf á bílastæðum við þrjá af innanlandsflugvöllum landsins.

Ég benti á að ISAVIA ohf, sem hét áður Flugmálastjórn ríkisins, væri eftir sem áður jafn mikið ríkisins. Sveitastjórnarfólk rumskaði og hafa sum þeirra reyndar þóttust hafa staðið vaktina allan tímann þó þess hafi ekki orðið vart fyrr en búið var að setja upp myndavélabúnaðinn og komið var að gjaldtöku til að bæta upplifun flugfarþega að sögn mannauðs- ,viðmóts- og upplifunarstjóra ISAVIA ohf.

Við sama tækifæri og ISAVIA kynnti þessi bættu upplifunar áform, var bent á að ISAVIA hefði ekki heimild til að taka lán til viðhalds bílastæða, en alveg skautað fram hjá því að ohf með starfsmenn í óunninni yfirvinnu hefur leyfi til að segja upp fólki ef þarf að taka lán fyrir laununum.

Einhverjir tæknilegir örðugleikar höfðu reyndar orðið á því að bætta upplifunin gæti hafist þegar til stóð. Ég giskaði í vetur á að þeim hefði verið rutt úr vegi, sennilega með því að lauma reglugerð í gegnum ráðuneyti sem leifir myndatöku af fólki í landi ríkisins og rukka það.

Nú hefur komið í ljós hver fífl fíflanna eru, -í öllum fíflaganginum. það eru innviða- og fjármálaráðherra samkvæmt RUV.

Farið hefur fé betra.


Bloggfærslur 18. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband