Svart hvítar hetjur

Í vikunni kom fram í fréttum að Hafnafjarðarbær hefði gert samkomulag til 65 ára við HS-orku um auðlindaréttindi í Krýsuvík. Kom fram í frétt að þetta væri gríðarlegt hagsmunamál. HS-orka er í erlendri eigu og hefur greitt eigendum sínum ríflegan arð af starfseinni, svo gríðarlegan að leggja varð á sérstakan skatt á íslensk heimili fyrir skemmstu til að verja orkuverið Svartsengi með varnargörðum.

Dúkkulísan í utanríkisráðuneytinu, -já einmitt þessa með tryllingslegu augun, skrifaði um það grein núna undir lok viku að stríðið í Úkraínu væri svart-hvítt og það væri því göfugt góðgerðamál af íslenskum skattgreiðendum að fjármagna vopnakaup til manndrápa. Þar að auki er hún aftur komin með bókun 35 á sína könnu sem flestir aðrir en hún miskilja.

Í dag kom svo fjármálaráðherrann fram í fréttum og sagði að ríkið tæki í varúðarskini tuga milljarða að láni hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins, ef til þess kæmi að  fjármuni í erlendri mynt þyrfti vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Sagðist rykaði ráðherrann við það tækifæri hafa fundið fyrir áhuga Þróunarsjóðsins á að hjálpa Grindvíkingum.

Er ég að missa af einhverju?


Bloggfærslur 7. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband