Þrjár stuttar sumarhugleiðingar

Þeistareykir (7. júlí 2016)

Blíðum í blænum

líður sumarið hjá

Með laufvindum ljúfum

hvíslar vindurinn frá

Af þverrandi mætti

fyllist hjartað af þrá

 

- 0 - 0 - 0 -

 Glugginn (16. júlí 2020)

Í einsemd utan við gluggann

býr óhamingja sveitarinnar

En í minningu gleymdra sumra

blakta tannlaus bros

í eldhúsgardínunni

 

- 0 - 0 - 0 -

Á Egilsstaðanesi (9. júlí 2023)

Það er sumar við völd

– byggið bylgjast í blænum

– blíðan brosir við bænum

– laufið hvíslar að trjánum

Í kyrrð um kvöld

– fregn af söltum tárum

 

IMG_6595


Bloggfærslur 12. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband