24.7.2024 | 17:04
Carbfix
Trukkarnir bruna
í gegnum nóttina
um malbikaða
ódáinsakra allsnægtanna
með björgina í Bónus
- - og sementið í steypuna
Við sitjum skaðmenntuð
og carbfixuð
í blæðandi vegkantinum
með hangandi höfuð
Og hendur í snjallvæddu skauti
Teljum kolefnissporin
og bætum í bókhaldið
- - - þrjár nætur frá hungursneyð
Ljóð | Breytt 28.12.2024 kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)